SPJALLAÐ UM HÖNNUN

Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum. Hjá Módern er lögð höfuðáhersla á persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf.

Úlfar Finsen, eigandi Módern ræddi við nokkra af okkar færustu innanhúsarkitektum um áherslur í innanhússhönnun í dag.


Hanna Stína

Hanna Stína, einn af fremstu innanhússarkitektum landsins, kíkti í heimsókn til okkar í Módern og svaraði nokkrum spurningum um ýmislegt tengt innanhússhönnun.
Hanna Stína lærði innanhússarkitektúr í Instituto superiore di architettura e design í Mílanó á Ítalíu, en samkvæmt Hönnu Stínu er Mílanó miðstöð hönnunar í Evrópu og suðupottur af hæfileikafólki í arkitektúr og hönnun.

Það er skemmtilegt að hafa í huga „Vá faktor“. Þá er gaman að hafa „statement“ ljósakrónu, arinn eða glæsilega hillu með góðri lýsingu eftir því sem hentar í rýminu.

Hanna Stína

Hanna Stína hefur sterkt innsæi og vinnur verkefnin skemmtilega með viðskiptavinum sínum. Hanna Stína hefur unnið stór sem smá verkefni með einstaklingum og fyrirtækjum og setur alltaf skemmtilegan persónulegan stíl sinn í hvert verkefni.

Það má blanda saman en passa upp á harmoníu. Flauel og gróft áklæði til dæmis og mér finnst gaman að sjá bólstrun og stungur. Það má leika sér með liti, ekki bara hafa gráa pallettu.

Hanna Stína

Berglind Berndsen

Einn þekktasti innanhússhönuður landsins, Berglind Berndsen mætti í hönnunarspjall til okkar í Módern. Einstaklega gefandi spjall þar sem Berglind gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum og segir frá eigin hönnunarstíl. Berglind Berndsen er fagmenntaður innanhússarkitekt frá Þýskalandi og hefur í verkum sínum fengist við fjölmörg verkefni af ýmsum stærðum.

Gott ráð til að gera rými hlýlegri er að huga að stemningslýsingu, til dæmis fallegum gólflampa í stofu, fallegu teppi og púðum í sófann og persónulegum hlutum fólks.
Stórar mottur taka síðan vel utan um stofuna.

Berglind berndsen

Berglind segist fylgjandi „less is more“ stefnunni en það sé alltaf skemmtilegt að fara út fyrir þægindarammann og brjóta hlutina upp.


Rut Káradóttir

Það var fróðlegt og skemmtilegt að hitta Rut Káradóttur og ræða við hana um allt sem snýr að hönnun og hvaða stíl hún heillast mest að. Rut Káradóttir lærði innanhússarkitektúr í Istituto Europeo di Design í Róm og útskrifaðist þaðan árið 1993. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem innanhússarkitekt á Ítalíu og Íslandi og sinnt smáum sem stórum verkefnum á því sviði bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu.

Rut Káradóttir

Rut er einn af okkar fremstu arkitektum og hefur vakið mikla athygli fyrir einföld og stílhrein form þar sem vönduð efni og lýsing hjálpa til við að skapa sígilt en um leið hlýlegt yfirbragð.